Image Image Image Image Image
Scroll to Top

To Top

Verk

Við-fangs-efni, DLD á Hönnunarmars 2016

DLD tók þátt í samsýningu Textílfélagsins, Flóð í Læknaminjasafninu á Seltjarnarnesi á Hönnunarmars árið 2016.
Viðfangsefnið var annars vegar hönnun DLD á fang útihúsgögnum úr íslenskum skógarvið og hins vegar gegndræpt yfirborðsefni úr muldu drykkjargleri, sem DLD hefur unnið að um nokkurn tíma.

Sýningartexti:

Við -fangs-efni

Efni-viður, viðfangs -efni, verðmæti, hvernig verður illa nýtt efni að verðmæti og eigulegri afurð?
Í verkinu ”við- fangs- efni” er reynt að svara þessari spurningu með dæmum um vörur sem eru unnar úr efnivið sem annars hefði farið forgörðum.
Verkið sýnir annars vegar bekkina Drumb og Sveiflu úr vörulínunni fang útihúsgögn,  unnir úr íslenskum skógarvið á verkstæðum Litla Hrauns og hins vegar gegndræpt yfirborðsefni úr muldu drykkjargleri og grjóti.

DLD teiknistofa Dagnýjar Bjarnadóttur landslagsarkitets hefur unnið að verkum sem stuðla að vistvænni nálgun, allt frá skipulagi byggðar til náttúrulegs umhverfis og vöruþróunar.

 

English text:

Can we create value from waste?

The exhibited pieces deal with two types of waste: tree trunks and crushed bottles.
The benches “Trunk & Sway” are from the fang outdoor furniture collection, made of Icelandic wood and produced in the workshop in the prison Litla Hraun.
The installation also show the process from glass bottle to permeable surface material.

Dagný Bjarnadóttir, landscape architect at DLD studio, has a passion for dealing with sustainable solutions, both in architectural planning and product design.

On 29, Sep 2015 | No Comments | In | By Dagný

Fiskikar- borð

Í anda endurnýtingar og vistvænnar hugsunar breytti DLD gömlu fiskikari sem var í Toppstöðinni í úti borð fyrir fólkið í húsinu.  Hugmyndin er að nýta líka efnið sem sagað var úr fyrir kolla, en á meðan fengu stólarnir úr Sorpu bleika andlitslyftingu.  Grasið á ættir að rekja til Þróttarvallar.

On 22, Sep 2015 | No Comments | In | By Dagný

fang – útihúsgögn

fang – framleiðsa afurða úr nytjaskógi í grend.
Fang er vörumerki útihúsganga, þar sem hönnuðurnir Dagný Bjarnadóttir landslagsarkitekt og Hildur Gunnarsdóttir arkitekt hafa hannað hvor sína útfærslu af útihúsgögnum. Hugmyndafræðin sem þær þróðu saman gengur út á að nýta íslenskan skógarvið og skapa atvinnu á smíðaverkstæðum Litla Hrauns.

DLD selur tvær týpur af fang bekkjum, annars vegar Drumb sem er beinn bekkur og hins vegar Sveiflu sem er bogadreginn, en honum er hægt að raða í langa slöngulínu ef vill.

Drumbur
Drumbur er unninn úr heilum trjádrumb og tekur bekkurinn afleiðingum þess í breidd og lögun. Trjábolurinn er sneiddur í tvennt og næst þannig í tvo bekki úr neðsta hluta bolsins.
Náttúrulegt form trésins heldur sér að neðanverðu í bekknum og má sjá vaxtarlag þess bæði á hlið og eftir endilöngu.  Engir tveir bekkir eru eins þar sem lögun trésins ræður endanlegu útliti.
Fæturnir eru úr flatjárni sem er pólýhúðað grátt. Gert er ráð fyrir að bekkurinn sé boltaður niður.

Stærð: Bekkurinn er 220cm langur, 42,5cm að breidd og hæðin er 43,5cm.

Sveifla
Sveifla er bogadreginn bekkur sem má raða saman í langa slöngulaga línu, eða nota sem stakan bekk. Bekkurinn lýtur sömu lögmálum og Drumbur að því leiti að viðurinn heldur lögun sinni að neðanverðu, en viðurinn í Sveiflu snýr þvert á lengdina. Efni í fótum er pólýhúðaðar stálplötur og er einnig gert ráð fyrir að bolta Sveiflu niður.

Stærð: Stærð: Radíus á innri brún er 5m, lengd þvert á miðju 211 cm breidd 60 cm og hæð 43,5 cm

Nánari upplýsingar um verð og afhendingu, hafið samband við DLD

Hér má sjá Facebooksíðu fang- útihúsgagnanna og fleiri myndir