Image Image Image Image Image
Scroll to Top

To Top

Vöruhönnun

IMG_0168DSCF0004IMG_5390
DLD hefur dálítið fengist við vöruhönnun, einkum á vörum sem tengjast landslagsarkitektúr faginu.
Furnibloom – gróður húsgögn eru húsgögn úr plexígleri þar sem hægt er að rækta lifandi plöntur í borði og stólum. Húsgögnin hafa verið sýnd víða um heim og hafa vakið mikla athygli og verið fjallað um þau í ýmsum tímaritum og heimasíðum á ólíkum sviðum. Heimasíðan Furnibloom-dld.com sýnir myndir af húsgögnunum í ýmsu samhengi.

Gegndræpt yfirborðsefni úr íslensku grjóti og gleri er annað dæmi um vöru sem DLD hefur þróað.

Bekkirnir Drumbur og Sveifla úr vörulínunni fang, eru útihúsgögn úr íslenskum skógarvið. Hugmyndafræði hönnunarinnar byggir á því að skapa mannbætandi störf á smíðaverkstæðum Litla Hrauns og stuðla að vistvænni framleiðslu innanlands með því að nýta skógarvið sem fellur til innanlands.  Nafnið fang, vísar í framleiðslustaðinn, en er einnig skammstöfun á framleiðslu afurða úr nytjaskógi í grennd. Húsgögnin sem komin eru í framleiðslu eru eingöngu seld hjá DLD og hægt að panta þau hjá fyrirtækinu.