Image Image Image Image Image
Scroll to Top

To Top

Fréttir

13

Dec
2019

No Comments

In Óflokkað

By Dagný

Hlemmtorg kynnt

On 13, Dec 2019 | No Comments | In Óflokkað | By Dagný

DLD og MW kynntu hugmyndir sem stofurnar hafa þróað saman við hönnun Hlemmtorgs. Forhönnunin var kynnt í Umhverfis- og skipulagsráði 4. des og í Borgarráði 5. des. Hér má sjá nokkrar af þeim myndum sem við sýndum á fundinum. Með torginu öðlast Hlemmur aftur þann sess sem hann hafði í fortíð, sem áningastaður og hlið á leið fólks til borgarinnar. Hugmyndin sækir áhrif í sögulegar skýrskotanir mismunandi tímabila, en fyrst og fremst er torgið hannað sem rammi um fjölbreytt mannlíf í nútímasamfélagi. Reynt var að skapa fjölbreytt notagildi sem gæti höfðað til barna og unglinga jafnt sem fullorðinna. Vistvæn nálgun í samgöngum, ofanvatnslausnum og gróðurvæðingu sem einnig skilar betri hljóðvist á svæðinu er burðarás í tillögunni. Torgið er hannað með aðgengi allra í huga og eru landhallar leystir þannig að ekki þurfi sérhæfðar lausnir fyrir fatlaða á torginu eða að inngöngum bygginga.
Það er mikill heiður og ábyrgð að fá að móta svo mikilvægt almenningsrými í borginni og við erum sannfærð um að skjólgott og sólríkt torgið verði nýtt á fjölbreyttan hátt af íbúum og gestum borgarinnar. Efst í huga okkar er þakklæti og tilhlökkun um framtíð svæðisins.

Sjá má fleiri myndir af tillögunni facebook síðu DLD https://www.facebook.com/dagnylanddesign/

Design Diplomacy á Hönnunarmars

On 31, Mar 2019 | No Comments | In Fréttir, Umfjöllun | By Dagný

Dagný Bjarnadóttir tók þátt í viðburði HönnunarMars Design Diplomacy x Noregur sem haldinn var í Norska sendiherrabústaðnum. Þetta var þriðja árið í röð sem sendiherrar buðu hönnuðum frá sínum heimalöndum að taka þátt í opnu samtali við íslenska kollega á HönnunarMars og gestum boðið til að hitta hönnuði og sækja sér innblástur. Frá Noregi kom Tormod Amundsen sem er stofnandi Biotope arkitektastofunnar og áttu Dagný og hann gott spjall.

08

Feb
2019

No Comments

In Fréttir

By Dagný

Útgáfa frímerkis með hönnun DLD

On 08, Feb 2019 | No Comments | In Fréttir | By Dagný

DLD fagnar útgáfu frímerkis með hönnun DLD á lóð Braggans í Nauthólsvík. Frímerkin eru hluti af útgáfu póstsins um samtímahönnun og er núna búið að gera öllum 9 félögum Hönnunarmiðstöðvar skil. Örn Smári Gíslason hannaði frímerkin af mikilli list og verða þau 4 sem verða gefin út í ár til sýnis á HönnunarMars í stækkaðri mynd.