Fréttir
21
08
2018
DLD hlýtur evrópsku verðlaunin: Distributed Design Awards
On 21, 08 2018
DLD hlaut fyrir Íslands hönd evrópsku Distributed Design Awards þann 18. ágúst 2018 fyrir hönnun Fang bekkjana. Hugmyndfræðin um deilda hönnun (distributed design), gengur út á að framleiða vörurnar lókal í hverju landi á forsendum hönnuðarins og spara þannig vöruflutninga heimshornanna á milli. Samræmist sú hugmyndafræði fullkomlega framleiðslu Fang bekkjanna. Nýsköpunarmiðstöð fóstrar verkefnið en það er samstarf margra aðila undir hatti Creative Europe Programme.
Hér er linkur með nánari upplýsingum um hugmyndafræðina á bak við Dreifða hönnun – Distributed Design Awards, verðlaunin.