Einkalóðir
Hvernig umhverfi viljum við lifa í, hvað tekur á móti okkur þegar við komum heim eða í vinnuna, hvað viljum við horfa á út um gluggann. Hvernig viljum við nýta og njóta umhverfisins sem við lifum og hrærumst í. Talandi um sálræna endurheimt, tré, gróður, fuglalíf allt er þetta eitthvað sem við getum skapað og notið í eigin nærumhverfi. Samverustundir í garðinum á sólríkum degi, upplifun árstíðanna, ætigarðurinn með berjarunnum og matjurtum, allt er þetta gerlegt í okkar nánasta umhverfi.
Fyrirtæki geta mótað jákvæða ímynd með umhverfi sínu og skapað vellíðan þess sem heimsækir það.
DLD byggir á áratuga reynslu í að hanna og útfæra stofnana, – fjölbýlishúsa -og einkalóðir og hafa nokkrar þeirra hlotið verðlaun.