Image Image Image Image Image
Scroll to Top

To Top

Torg og bæjarrými

A plansa_skolavordustigurtorgið-persp
Nærumhverfi okkar er það landslag sem við þrífumst í dags daglega. Staðfest er að landslag er hvarvetna mikilvægur þáttur í lífsgæðum fólks. Skv. Evrópska landslagssamningnum (ELC) sem Ísland undirritaði 2012, merkir orðið landslag: „svæði sem fólk sér og fengið hefur ásýnd og einkenni vegna samspils náttúrulegra og/eða mannlegra þátta“. Þannig má túlka orðið Borgarlandslag sem það landslag sem byggðir mynda með öllum þeim mannvirkjum sem þar finnast og ekki síst rýmunum sem myndast á milli húsanna, ýmist lítil eða stór.
Það er einnig þekkt í sálfræðinni hvernig nærumhverfið getur stuðlað að sálfræðilegri endurheimt íbúanna, þannig getur hönnun nærumhverfisins beinlínis haft áhrif á líðan og hegðun einstaklingsins.
DLD byggir á áratuga reynslu Dagnýjar í að hanna opin svæði og torg í þéttbýli, sem dæmi má nefna lóð við þjónustubyggingu Alþingis, og umhverfi tónlistarhússins Hörpu. DLD hefur tekið þátt í ýmsum samkeppnum er snerta almenningsrými m.a. í samkeppni um hönnun Laugavegar í Reykjavík og deildi fyrstu verðlaunum um hönnun Hlemmsvæðisins, sem nú er unnið að í samstarfi við Mandaworks.