Skipulag
Skipulagsverkefni spanna stærri skipulagsheildir, hér getur verið um að ræða, rammaskipulag, deiliskipulag, útivistarskipulag fyrir bæjar/ sveitafélag, eða skipulag íbúðabyggðar eða sumarbústaðasvæða sem dæmi. Dagný hefur langa reynslu af gerð skipulags stórra landslagsheilda og má í því sambandi nefna deiliskipulag hesthúsahverfa, sumarbústaðasvæða, snjóflóðagarða ofl
Þess má geta að Dagný Bjarnadóttir er á skrá hjá Skipulagsstofnun yfir viðurkennda skipulagsráðgjafa sem fela má gerð skipulagsáætlana.