Verk
On 22, Nov 2012 | No Comments | In Þátttökuhönnun | By Dagný
Fellaskóli – veggur með meiru
Í tilefni að 40 ára afmæli Fellaskóli 2011-2012 var DLD fengið það hlutverk að halda utan um hönnun á myndskreytingu veggjar á lóðinni. En Dagný hafði áður endurhannað lóðina alla og í því ferli vaknaði hugmynd um að myndskreyta steyptan vegg á lóðinni í nánu samstarfi við nemendur og kennara. Auk DLD voru í veggskreytingarnefnd, Kristín Jóhannesdóttir, Chris Foster og Gréta S. Guðmundsdóttir myndmentakennari.
Megin hugmyndin á bak við verkefnið fyrir utan að fagna 40 ára afmæli Fellaskóla, er að skapa verk sem getur styrkt ímynd einstaklinganna í skólanum. Efla samstöðu innan skólans, vekja athygli á því góða starfi sem þar er unnið og skapa glaðlegt viðmót í anda skólans og lóðarinnar. Veggurinn er sameiningartákn og sáttmáli um að byggja upp styrkleika og jákvæða sjálfsmynd allra í skólanum.
Hér má sjá börnin í Fellaskóla setja sína eigin óskasteina í vegginn, en hver einasti nemandi setti sinn stein í vegginn.
On 22, Nov 2012 | No Comments | In Þátttökuhönnun Þróunarverkefni, sýningar og innsetningar | By Dagný
Flikk Flakk – Höfn í Hornafirði
Flikk Flakk voru raunveruleikaþættir á RÚV árið 2012, sjá einnig Flikk Flakk Vestmannaeyjar. Hugmyndina að þáttunum áttu Sigurður Þorsteinsson iðnhönnuðar og Þórhallur Gunnarsson þá starfsmaður hjá RÚV. Hugmyndin var að búa til þátt um uppbyggingu á niðurníddu svæði í litlu bæjarfélagi, þar sem samtakamáttur fólksins yrði virkjaður og hönnuðir myndu leiða vinnu við ímyndarsköpun og útfærslu á vannýttu svæði í nánu samstarfi við íbúa og fyrirtæki. Þeir fengu til liðs við sig þrjá hönnuði, Dagnýju Bjarnadóttur Landslagsarkitekt, Örns Smára Gíslason grafískan hönnuð, Egil Egilsson Iðnhönnuð, og úr varð verkefnið Flikk Flakk og samnefndir sjónvarpsþættir sem sýndir voru sumarið 2012. Bakhjarl verkefnisins var Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Tekin voru fyrir svæði í Vestmannaeyjum annars vegar og á Hornafirði hins vegar. Hönnunarteymið leiddi vinnu um endursköpun vannýtt svæðis og var breytingum síðan hrint í framkvæmd með íbúum og fyrirtækjum á svæðinu. Útkoman var í báðum tilfellum nýtt hafnartorg á áður niðurníddu svæði, þar sem mannlíf getur nú blómstrað og umhverfið glæðst nýju lífi.
On 22, Nov 2012 | No Comments | In Þátttökuhönnun Þróunarverkefni, sýningar og innsetningar | By Dagný
Flikk Flakk – Vestmannaeyjar
Flikk Flakk raunveruleikaþáttur á Rúv, sjá einnig Flikk Flakk á Höfn í Hornafirði.
Hugmyndin er að nota hönnun sem drifkraft samfélagslegrar þróunar. Verkefnið byggir á hugmyndafræði „Participation design“ – Þátttökuhönnun, þar sem notandinn tekur þátt í mótun hugmyndar og framkvæmd. Eftir hugarflugsfundi með íbúum, fer hönnunarvinnan af stað, þar sem leitast er við að skapa notendavænt umhverfi með einföldum miðlum og efnivið úr umhverfinu. Markmið verkefnisins er að máta ákveðna notkun vannýtt svæðis, þar sem auðvelt er að halda áfram með nálgunina eða breyta henni ef reynslan sýnir annað.
Tell me and I´ll forget
Show me and I´ll remember
INVOLVE ME and I´ll understand
Hönnunarteymi ásamt DLD, Örn Smári Gíslason grafískur hönnuður, Egill Egilsson iðnhönnuður og Sigurður Þorsteinsson iðnhönnuður, sem jafnframt er hugmyndasmiður þáttanna ásamt Þórhalli Gunnarssyni þá starfsmaður hjá Rúv.