Image Image Image Image Image
Scroll to Top

To Top

Þátttökuhönnun

Slide20Slide14IMG_7561
Með Þátttökuhönnun er átt við verkefni þar sem notandinn er beinn þátttakandi í hönnunarferlinu og framkvæmd verksins. DLD hefur verið leiðandi í verkefnum af þessum toga. Þættirnir Flikk Flakk sem sýndir voru á RÚV árið 2012 eru dæmi um verkferli af þessum toga, þar sem bæjarbúar Vestmannaeyja og Hafnar á Hornafirði voru þátttakendur í að móta eigið umhverfi.

Veggskreyting Fellaskóla byggir einnig á þátttökuhönnun þar sem nemendur, foreldrar og kennarar, voru þátttakendur í hugmyndavinnunni og framvkæmd verksins.

Aðferðin er til þess fallin að skapa ábyrgðartilfinningu og væntumþykju um svæðið sem tekið er fyrir auk þess sem allir eiga sinn þátt í að skapa það. Oft er hægt að nota aðferðina eins og prótótýpu fyrir endanlega útfærslu svæðanna.
Hér gegnir þó hönnuðurinn/ hönnunarteymið lykilhlutverki í að binda saman ólíkar hugmyndir í eina heildarmynd þar sem allt gengur upp.