Image Image Image Image Image
Scroll to Top

To Top

Verk

Útgáfa frímerkja tileinkuð landslagsarkitektúr

Árlega hefur íslandspóstur gefuð út fjögur frímerki tileinkuð samtímahönnun frá árinu 2008 með sköpunarverkum aðildarfélaga Hönnunarmiðstöðvar Íslands. Þetta árið er einblínt á landslagsarkitektúr og er þar með búið að gera öllum 9 félögum Hönnunarmiðstöðvar skil. DLD fagnar því að hönnun okkar á lóð Braggans í Nauthólsvík er viðfangsefni eitt af fjórum frímerkjanna sem kom út í ár. Örn Smári Gíslason hannaði frímerkin af mikilli list. Lesa má betur um útgáfuna hér.

Gegndræpt yfirborðsefni úr íslensku grjóti

Gegndræpt yfirborð úr sjávargrjóti frá Hornafirði.  Yfirborðsefnið var þróað af DLD í samstarfi við Garðvélar og  Gný og kynnt á Hönnunarmars árið 2012, við inngang Toppstöðvarinnar (sjá einnig gengið á grjóti og gleri hér á síðunni.  Nú má sjá þetta yfirborðsefni við Braggann í Nauthólsvík.

Komdu að leika

FÍLA -félag íslenskra landslagsarkitekta stóð fyrir sýningu á Kjarvalstöðum á Hönnunarmars 2016, um leiksvæði barna.
DLD útbjó leikplansa fyrir sýninguna, með nokkrum verkum sem Dagný hefur hannað í gegnum tíðina, en í plansanum fólst jafnframt leikur fyrir börn, þar sem hægt var að snúa skífu og staðsetja “segulkrakka” á staðinn sem kom upp á skífunni.
Við sama tækifæri var útbúið póstkort DLD sem hægt var að grípa með sér.