Image Image Image Image Image
Scroll to Top

To Top

Verk

On 20, Oct 2018 | No Comments | In | By Dagný

Braggi í Nauthólsvík

Lóarhönnun
Við hönnun lóðarinnar var haft að leiðarljósi að nýta efni úr upprunalega bragganum og endurskapa stemmingu frá þeim tíma sem hann var byggður. Lóðin endurspeglar braggabogaformið á lárétta vegu, með fimm bogadregnum rýmum, sem mynduð eru með stálbitum og klæðningu úr upprunalega bragganum.  Fang bekkurinn í bogarýmunum er hönnun DLD, úr íslenskum skógarvið smíðaðir á verkstæðum Litla Hrauns.  Gegndræpt yfirborðsefni úr samlímdum fjörusteinum frá Hornafirði er afrakstur þróunarverkefnis DLD í samvinnu við Garðvélar og Gný.
Kantsteinar eru endurnýttir burðarbitar úr gamla bragganum og til að skapa strandstemmingu við setsvæðin eru há strá er minna á melgresi.  Lýsing er lágstemmd og ljósastaurar úr tré í anda þess tíma er braggarnir voru byggðir.

Bragginn og sögulegur bakgrunnur
Bragginn í Nauthólsvík er endurbyggður braggi sem var upphaflega reistur í lok Seinni heimsstyrjaldarinnar, á árunum 1944-45, og var hluti af svokölluðum flutningsbúðum (e. Transit Camp). Þyrping bragga og samtengdra bygginga mynduðu búðirnar, þær voru gistibúðir  með svefnskálum fyrir allt að 90 manns, setustofum, matsal, eldhúsi og fleiru.  Eftir stríð á árunum 1946-1951 voru búðirnar reknar sem flugvallarhótel og í allnokkur ár eftir lokun hótelsins voru salirnir nýttir fyrir dansleiki.

Alls reistu bresku og bandarísku setuliðin 12.000 bogaskála, bragga, vítt og breitt um landið til íbúðar eða til annara umsvifa fyrir liðsmenn sína.
Í þessum tiltekna bragga í Nauthólsvík var setustofa og matsalur, það á því vel við að  endurgera hann sem veitingastað.  Bragginn tengist tveimur öðrum endurnýjuðum byggingum, Náðhúsið er annað þeirra sem verður nýtt sem fjölnota salur og skálinn er hitt sem hýsir frumkvöðlasetur HR.

Reykjavíkurborg er eigandi húsanna en Háskólinn í Reykjavík leigir byggingarnar.

Arkibúllan endurhannaði byggingarnar og DLD hannaði umhverfi þeirra, Efla sá um verkfræðilega þætti.
Byggingarverktakar voru Smiðurinn þinn slf og lóðarverktakar voru Garðvélar ehf