Image Image Image Image Image
Scroll to Top

To Top

DLD

Vikan | Dagný Bjarnadóttir        

Um fyrirtækið

DLD er framsækið fyrirtæki sem vinnur að fjölbreyttum verkefnum á sviði landslagsarkitektúrs, skipulags og vöruhönnunar. Fyrirtækið var stofnað vorið 2011 og byggir á 20 ára fjölbreyttri starfsreynslu Dagnýjar Bjarnadóttur á sviði landslagsarkitektúrs og hönnunar.
Starfreynsla Dagnýjar spannar allt fagsviðið, frá skipulagsgerð, landslagsmótun í stórum skala til hönnunar leikskóla- og skólalóða, torga og bæjarrýma , umhverfi opinberra bygginga og einkalóða. Í seinni tíð hefur vöru- og sýningahönnun ásamt innsetningum verið skemmtilegur hluti af starfinu og margir þekkja gróður – húsgögnin FurniBloom sem sýnd hafa verið víða um heim og voru m.a hluti af sýningahönnun Dagnýjar „New Nordic Landscapes“ , sem var hliðarverkefni við World Expo 2010 í Shanghai.

Markmiðið fyrirtækisins er að veita viðskipavinum okkar lipra og faglega þjónustu á öllum stigum hönnunarferilsins, þar sem allir eru jafningjar við hugmynavinnuna og úrvinnslan byggir á staðháttum og virðingu fyrir umhverfinu.

Fyrirtækið ætlar að vera leiðandi í faglegum, nýstárlegum og listrænum nálgunum á sviði landslagsarkitektúrs og vöruhönnunar, þar sem leikgleði og nýsköpun fær að njóta sín.
Í verkum sínum vill fyrirtækið stuðla að verndun umhverfisins, með vistvænum lausnum.

 

Gildi

DLD hefur að leiðarljósi að horfa með vakandi augum og opnum huga á hvert verkefni. Við teljum að í hverju verkefni felist tækifæri til að bæta umhverfið og skapa spennandi upplifanir sem skila sér í betra samfélagi og meiri lífsgæðum.

Ferlið

1. Startup fundur

Þú hefur samband, DLD mætir á staðinn skoðar aðstæður og gerir þarfagreiningu á staðnum með verkkaupa / notanda. Allar óskir og hugarflug punktað niður til síðari úrvinnslu. Eftir fundinn er stærðargráða verksins metin og gefið tilboð eða samið um tímavinnu.

2. Gagnaöflun

Afla þarf gagna sem nauðsynleg eru til úrvinnslu verkefnisins. Í stærri skipulagsverkefnum getur þurft að kaupa loftmyndir og hæðarlínugrunna, hæðarmæling á staðnum nægir í sumum tilfellum en er oft líka nauðsynleg viðbót með kortagrunnum.
Eftir eðli verkefnisins, eru ýmis gögn áhugaverð og oft nauðsynleg, t.d , sagnfræðilegar heimildir, náttúru-og gróðurfars upplýsingar, örnefni, fornleifaúttektir, veðurfar og ríkjandi vindáttir svo eh sé nefnt. Þekking staðkunnra gefur verkefnum oft meiri dýpt og svarar spurningum sem ekki fást með öðrum hætti. Hvaða gögn eru nauðsynleg ræðst alfarið af eðli verkefnisins. Húsateikningar, mæli – og hæðarblöð, gildandi skipulagsuppdrættir og aðlögun að nærumhverfi eru dæmi um gögn sem algeng eru.

3. Hönnunarferlið

Þegar búið er að setja saman kortagrunna með þeim staðreyndum sem nauðsynlegt er að vinna eftir, hefst hið skapandi hönnunarferli. Meðan á skissuferlinu stendur er haft reglulegts samráð við verkkaupa og farið yfir hugmyndir og útfærslur. Oft er auðveldara fyrir fólk að gera sér grein fyrir hvað það vill þegar það sér eitthvað áþreifanlegt á blaði og getur því komið með mjög góðar ábendingar inn í hönnunarferlið.

4. Verkefnaskil

Að lokum eru teikningar kláraðar og afhentar verkkaupa. Ferlið fer eftir eðli verkefnisins, sé um deiliskipulag að ræða, fer það í ákveðið kynningarferli hjá viðkomandi sveitafélagi. Stærri verk fara oftast í útboð og þarf þá að gera útboðsgögn. Í smærri verkum er oft leitað eftir lokuðum tilboðum valdra verktaka. Eftirlit og úttektir eru með ýmsum hætti eftir verkum, en í stærri verkum er hönnuður yfirleitt kallaður til við lokaúttekt.