Image Image Image Image Image
Scroll to Top

To Top

Verk

On 22, Nov 2012 | No Comments | In | By Dagný

Fellaskóli – veggur með meiru

Í tilefni að 40 ára afmæli Fellaskóli 2011-2012 var DLD fengið það hlutverk að halda utan um hönnun á myndskreytingu veggjar á lóðinni.  En Dagný hafði áður endurhannað lóðina alla og í því ferli vaknaði hugmynd um að myndskreyta steyptan vegg á lóðinni í nánu samstarfi við nemendur og kennara. Auk DLD voru í veggskreytingarnefnd,  Kristín Jóhannesdóttir, Chris Foster og Gréta S. Guðmundsdóttir myndmentakennari.

Megin hugmyndin á bak við verkefnið fyrir utan að fagna 40 ára afmæli Fellaskóla, er að skapa verk sem getur styrkt ímynd einstaklinganna í skólanum.  Efla samstöðu innan skólans, vekja athygli á því góða starfi sem þar er unnið og skapa glaðlegt viðmót í anda skólans og lóðarinnar.  Veggurinn er sameiningartákn og  sáttmáli um að byggja upp styrkleika og jákvæða sjálfsmynd allra í skólanum.

Hér má sjá börnin í Fellaskóla setja sína eigin óskasteina í vegginn, en hver einasti nemandi setti sinn stein í vegginn.