Image Image Image Image Image
Scroll to Top

To Top

Fréttir

05

05
2018

Samkeppni um Hlemmsvæði

On 05, 05 2018

Reykjavíkurborg efndi til hugmyndaleitar hjá þremur teiknistofum um skipulag Hlemmsvæðis og útfærslu torgs. Landslag, DLD og Mandaworks öttu kappi um útfærsluna.

Niðurstaðan er sú að DLD og sænska stofan Mandaworks munu leysa torgið í sameiningu. Við hlökkum mikið til samstarfsins og að fá tækifæri til að skapa þetta mikilvæga torg í miðbæ Reykjavíkur. Umsögn dómnendar um tillögu DLD er eftirfarandi: “Tillaga DLD er hlý, nærgætin og umbreytir útliti svæðisins. Hún er sannfærandi og lífleg og styrkir svæðið fyrir viðburði og sem stað til að staldra við eða dvelja á.”

Lesa má meira um niðurstöðurnar hér.