Image Image Image Image Image
Scroll to Top

To Top

Verk

Ýmsar Innsetningar

Hér má sjá nokkur dæmi um innsetningar sem Dagný hefur hannað.
Betri tíð með blóm í haga var framkvæmd fyrir Fíla á Hönnunar mars árið 2009 og tengdist jafnframt fyrirlestrarröð sem félagið stóð fyrir og endaði á Topos ráðstefnu og veitingu Topos verðlaunana. Hlutverkasmiðjan setti saman öll 3000 blómin sem nýttt voru í innsetninguna.  Verkinu var ætlað að vekja athygli á þeirri tengingu sem ætti að vera á milli Tjarnarinnar og Norrænahússins, auk þess að skapa tvíræð hughrif gerfi náttúru úr gulum viðvörunarborðum á stálpinnum.

Fílaru miðbæinn/Park or Park,  var innsetning á Hönnunar mars árið 2010 þar sem sett voru blóm úr rúlluplasti á stöðumæla á Laugarvegi og Skólavörðustíg ásamt blómagarði á Lækjartorgi. Hér var sjónum beint að því plássi sem bíllinn tekur í miðbænum og vöngum velt yfir annars konar nýtingu með mannlíf í huga.

Hönnunardagar 2006 í Laugardalshöll þar sem fíla- félag íslenskra landslagsarkitekta var kynnt í blómabreiðu merkisins, sýning undir merkjum Hönnunarvettvangs sem var forveri Hönnunarmiðstöðvar.

Þjóðargullið – innsetning á ársfundi NMÍ árið 2013.  Borkjarnar úr Esjumel, þar sem leitað var að gulli,  voru hluti af innsetningu og spurt hvar verðmætin liggja og hvernig verðmæti verða til.

Svartiportfoss er innsetning sem var opnuð á Menningarnótt árið 2008.  Innsetningunni var ætlað að vekja athygli á vannýttum gæðarýmum í borginni, í þessu tilfelli portið milli Laugavegar 18 og 20.  Verkið var opnað með frumsömdu verki  Hafdísar Bjarnadóttir, en duóið Sandís flutti það, skipað Hafdísi -gítar og Söndru Ósk Snæbjörnsdóttur-selló .
Verkið studdi Landslag ehf, Torf.is og Reykjavíkurborg, ásamt Café Oliver.

Hér má sjá stutt innslag í Ísland í dag á Stöð 2 frá Hönnunar Mars árið 2010