Image Image Image Image Image
Scroll to Top

To Top

Verk

Furnibloom

FurniBloom gróðurhúsgögn voru fyrst sýnd á hönnunarsýningunni Magma Kvika á Kjarvalstöðum árið 2007.  Hugmyndafræði húsgagnanna er að nýta garðhúsgögn jafnframt sem ræktunarpláss til skrauts eða nytja.  Þau voru hluti af innsetningu sem Dagný hannaði sem fjallaði um tengsl hússins við garðinn.  Húsgögnin vöktu strax mikla athygli, umfjöllun um þau má finna í ótal tímaritum og heimasíðum er fjalla um hönnun og vistvæna nálgun.  Þau hafa verið sýnd á ýmsum hönnunarsýningum innanlands og utan, má þar nefna Stockholm Furniture fare 2011 og IF -Innovation festival í Vilnius árið 2011 og húsgögnin voru hluti af sýningarhönnun New Nordic Landscapes, sem var hliðarverkefni við Expo í Shanghai árið 2010.

Hér má sjá heimasíðu Furnibloom með fleiri myndum