Image Image Image Image Image
Scroll to Top

To Top

Verk

New nordic Landscapes – Shanghai

Árið 2009 var Dagnýju falið verkefnið að hanna sýningarsvæði New nordic Landscapes.  Sýningin var samnorræn landslagsarkitektúrsýning haldin í tengslum við Expo í Shanghai árið 2010. Verkefnið var stutt af Norrænu ráðherranefndinni og sýningarstjóri var Kjersti Wikström.  Hvert land fékk úthlutað Furnibloom borði og 4 stólum til að kynna verkefni sem valið var á sýninguna.  Með hverju verki var unnið hljóðverk sem tengdist verkefninu, sem Hafdís Bjarnadóttir tónskáld vann í samráði við höfunda svæðanna. Þema Expo var “Better Cities better live”, eða “betra borgarumhverfi betra líf”.  Sýningunni New Nordic Landscapes sem var staðsett á torgi við Nordic Lighthouse sameiginlegu kynningarhúsi Norðurlandanna, var ætlað að varpa ljósi á mikilvægi og möguleikum landslagsarkitektúrs í mótun manngerð umhverfis, ekki síst með tilliti til vistvænna lausna á aðkallandi vanda heimsins og þörfina á nýrri stefnu í meðferð auðlinda.

Sameiginlegt tákn Norrænu ráðherranefndarinnar er svanurinn, einnig  græna norræna vottunarmerkið,  sóltjöldin voru hönnuð með þetta í huga að undir verndarvæng svansins stæðu borðin og stólarnir með verkunum.  Sýnendur gátu nýtt sér þrívíða möguleika á framsetningu í borðum og stólum, sýnt áferðir og prufur og hljóðið bætti svo fjórðu víddinni við og gáfu sérstaka stemmingu við hvert borð.  Verkið sem valið var frá Íslandi var Hellisheiðavirkjun, en verkefnið var unnið á Landslagi.
Teymið sem kom að sýningunni auk Dagnýjar, Hafdísar og Kjersti voru, Uwe Wütherich arkitekt, Lian Ma arkitekt, Sera Guo grafískur hönnuður, Mr Gong verktaki og listamaður.