Image Image Image Image Image
Scroll to Top

To Top

Verk

Gengið á gleri og grjóti

Á Íslandi fellur til um 6000 tonn af drykkjargleri árlega, sem er mulið og notað í landfyllingar og urðað.
Vatn er verðmæti sem við viljum halda inn í vistkerfinu og ofanvatnslausnir þar sem hugað er sérstaklega að þessu er krafa samtímans.
Eiginleikar efnisins að hleypa vatni í gegnum sig ásamt því að nota innlent malarefni og endurunnið hráefni, gerir vöruna sérlega áhugaverða, sem vistvæna nálgun, auk þess sem hægt er að leika sér með margbreytiliegar áferðir.

Verkefnið Gengið á gleri og grjóti, er sprottið úr hugmynd frá árinu 2010 þegar undirrituð var að vinna að hönnun Hörputorgsins og  er búið að vera í þróun með hléum síðan.  Um er að ræða yfirborð úr annars vegar malarefni og hins vegar gleri.   Malaryfirborðið hefur verið vottað erlendis og er tilbúið til notkunar, en gleryfirborðið hefur verið í þróun, þar sem aðferðir til að tromla það og þurrka hafa verið prufaðar.  Efnið var fyrst kynnt í Toppstöðinni á Hönnunar Mars árið 2012.

Samstarfsaðilar verkefnisins fram að þessu hafa verið Endurvinnslan, Gnýr , Garðvélar og Þorleifur Geirsson.