Verk
On 18, Feb 2012 | No Comments | In Hönnun | By Dagný
Þúfnahopp
Þúfnahopp var valin til útfærslu í smágarðasamkeppni sem Fíla – Félag íslenskra Landslagsarkitekta hélt í samstarfi við Hveragerðisbæ af tilefni Blómadaga árið 2009.
Verkið er útfærsla á barnaleiknum að hoppa á milli þúfna, sem höfundurinn Dagný Bjarnadóttir stundaði í æsku á grámosaþúfunum við Kerið í Grímsnesi.
Höfundurinn vann verkið að hluta til í Steypustöðinni sem styrkti verkið, Hörður í Garðvélum ehf lagði gúmmí og gerfigras, en Alta og Metatron gáfu efnið.