Image Image Image Image Image
Scroll to Top

To Top

Verk

Flikk Flakk – Höfn í Hornafirði

Flikk Flakk voru raunveruleikaþættir á RÚV árið 2012, sjá einnig Flikk Flakk Vestmannaeyjar. Hugmyndina að þáttunum  áttu Sigurður Þorsteinsson iðnhönnuðar og Þórhallur Gunnarsson þá starfsmaður hjá RÚV.  Hugmyndin var að búa til þátt um uppbyggingu á niðurníddu svæði í litlu bæjarfélagi, þar sem samtakamáttur fólksins yrði virkjaður og hönnuðir myndu leiða vinnu við ímyndarsköpun og útfærslu á vannýttu svæði í nánu samstarfi við íbúa og fyrirtæki. Þeir fengu til liðs við sig þrjá hönnuði, Dagnýju Bjarnadóttur Landslagsarkitekt, Örns Smára Gíslason grafískan hönnuð, Egil Egilsson Iðnhönnuð, og úr varð verkefnið Flikk Flakk og samnefndir sjónvarpsþættir sem sýndir voru sumarið 2012. Bakhjarl verkefnisins var Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Tekin voru fyrir svæði í Vestmannaeyjum annars vegar og á Hornafirði hins vegar. Hönnunarteymið leiddi vinnu um endursköpun vannýtt svæðis og var breytingum síðan hrint í framkvæmd með íbúum og fyrirtækjum á svæðinu. Útkoman var í báðum tilfellum nýtt hafnartorg á áður niðurníddu svæði, þar sem mannlíf getur nú blómstrað og umhverfið glæðst nýju lífi.